Sjálfstæðisflokkurinn hefur óbreytta skoðun á Evrópusambandinu, lízt ekki á gripinn. Svipað og vinstri grænir. Að auki hefur flokkurinn tækniskoðun, komna frá Birni Bjarnasyni. Felur í sér, að kosið verði tvisvar. Fyrst um, hvort semja skuli, og síðan, hvort samþykkja skuli. Rammara en hjá vinstri grænum, sem gera ráð fyrir einni atkvæðagreiðslu. Báðir flokkarnir þola þjóðaratkvæði, en munu sjálfir mæla gegn aðild, þegar þar að kemur. Tveir af þremur stóru flokkunum eru þannig andvígir Evrópuaðild, en þola tækniferlið. Aðild er Evrópu er því enn fjarlægari draumur Samfylkingarinnar en áður.