Röng lýsing Ingibjargar

Punktar

Afsökunarbeiðni Ingibjargar Sólrúnar á landsfundi Samfylkingarinnar var sú þynnsta, sem ég hef séð á öldinni. Sagðist hafa látið Sjálfstæðisflokkinn og stefnu hans vaða uppi allt of lengi. Þetta er ekki rétt hjá henni. Vanhæfa ríkisstjórnin rak sameiginlega stefnu beggja flokkanna. Með Ingibjörgu Sólrúnu komust Blair-istar til valda í flokknum. Þeir dáðust að Tony Blair og vildu líkja eftir stefnu hans. Þeir vinguðust við auðmenn og tóku algera og fortakslausa trú á frjálshyggju í peningamálum. Bankahrunið í haust er ekkert sérmál Sjálfstæðisflokksins. Vanhæf Samfylking á nákvæmlega sömu sök.