Hætti við stökkið af brúninni

Punktar

Sjálfstæðisflokkurinn er frosinn. Hann flýtti landsfundi ekki bara til að fá sér nýjan formann. Tækifærið átti að nota til að taka upp nýja Evrópustefnu. Sérstök nefnd átti að kortleggja þetta ferli og leggja fyrir landsfundinn. Forustumenn í flokknum fóru að tala vel um Evrópu í janúar. Skemmst er frá því að segja, að þetta tókst ekki. Nefndin treysti sér ekki til að mæla með Evrópu við flokkinn. Flokksmenn voru almennt taldir neikvæðir. Forustumenn hættu rétt fyrir landsfund að tala hlýlega um Evrópu. Niðurstaðan var, að landsfundurinn ítrekaði forna andstöðu Sjálfstæðisflokksins við sambandið.