Össur bullar að venju

Punktar

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir gott, að Anders Fogh-Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, verði framkvæmdastjóri Nató. Sá hefur gengið lengst leiðtoga Evrópu í stuðningi við heimsvaldastefnu Bandaríkjanna í Írak og Afganistan. Með hann á toppnum mun Atlantshafsbandalagið áfram vera í skítverkum fyrir Bandaríkin í þriðja heiminum. Aðild þess að stríðinu gegn Afganistan er því til vansæmdar. Anders Fogh-Rasmussen verður bandalaginu áfram til vansæmdar. Það var stofnað til að verja Evrópu gegn Sovétríkjunum, en er nú komið í rugl í fjarlægum hreppum. Össur er bara að bulla að venju.