Búsáhaldabyltingin er búin. Hún heldur ekki lengur fundi og slær ekki lengur búsáhöld. Ný ríkisstjórn hefur leitt til lykta flest af stefnumálum hennar. Við losnuðum við vanhæfa ríkisstjórn, vanhæfan seðlabankastjóra og vanhæfan forstjóra fjármálaeftirlits. Við sáum samstöðu fjögurra flokka á þingi um persónukjör og stjórnlagaþing. Sú samstaða verður að lögum eftir kosningar, þegar vald Flokksins hefur minnkað. Nýja ríkisstjórnin hefur lagt fram ýmis þingmál, sem stuðla að velferð fólks í kreppu. Sum hafa verið samþykkt og önnur eru á lokastigi í afgreiðslu. Því þarf ekki lengur að berja búsáhöld.