Heimsóknir í Þrjá frakka eru jafnan unaðslegar. Í gærkvöldi fékk ég nýja hrefnu hráa að japönskum hætti, með sojasósu. Og alvöru skötu með dillsósu, mun þykkri en tindabikkja, stærri en ég hef áður séð. Var herramannsmatur, sem og eftirrétturinn skyr með brenndri skorpu, Crème Brûlée. Þrír frakkar bjóða jafnan óvenjulega hæfilega eldaðan fisk án tízkuæfinga í myndlist eða skúlptúr. Þetta er eitt af þremur veitingahúsum borgarinnar, sem ég hlakka jafnan til að heimsækja. Hornsteinn heiðarlegrar eldamennsku í sjávarfangi. Úlfar Eysteinsson og Stefán sonur hans eru þjóðargersemi.