Þrír Frakkar hafa risavaxið úrval fiskrétta á degi hverjum. Í hádeginu er hægt að fá þar tíu fiskegundir, fyrir utan saltfisk, plokkfisk og gellur. Verðið er um 2300 krónur á rétt í hádeginu. Á kvöldin er svipaður fjöldi rétta og verðið um 3100 krónur á rétt. Forréttir eru tíu, þar á meðal hrár hvalur á 1890 krónur, mesta ljúfmeti. Með eftirrétti kostar þríréttað alls um 6000 krónur á kvöldin. Matreiðslan er í stórum dráttum eins milli daga. Þrír Frakkar eru jafnan fullsetnir fólki, einkum erlendu, sem kemur aftur og aftur. Þröngt er setið, sumir bíða við skenkinn og staðurinn iðar af lífi.c