Mey skal að morgni lofa

Punktar

Ég efast um Gunnar Andersen sem forstjóra fjármálaeftirlitsins. Hann hefur að vísu skárri skoðanir en fyrirrennarinn. En ég efast um, að hann hafi málafylgju til að hreinsa út eitrið í stofnuninni. Eitrið, sem fær hana til að elta blaðamenn fremur en bankamenn. Eitrið, sem fær hana til að halda dauðahaldi í bankaleynd, þegar allir aðrir hafa slegið hana af. Við skulum fylgjast með hreinsunum Gunnars í fjármálaeftirlitinu áður en við förum að lofa hann. Ekki hafa enn verið dregnar til baka kærur þess á blaðamenn, né höfð afskipti af furðulegum almannatengslum þess. Mey skal að morgni lofa.