Sjálfstæðisflokkurinn er ekki miðjuflokkur. Einkum er hann pólitískur armur kolkrabbans og kvótakónganna. Ef marka má klappmagn landsfundar eru almennir flokksmenn hallari undir frjálshyggju en aðra arma flokksins. Pétur Blöndal fékk rosaklapp fyrir spakmæli sín í anda frjálshyggju. Flokkurinn getur því talizt frjálshyggjuflokkur. Aðeins eitt mál gerir landsfundarfulltrúa reiða. Það er umhverfið. Flokksmenn hata það eins og pestina. Með gargi og látum hröktu þeir á sínum tíma umhverfismann sinn úr ræðustól og hröktu hann síðan beinlínis af landsfundinum. Flokkur frjálshyggju og umhverfishaturs.