Orkulindir hafa tapazt

Punktar

Orkulindir geta tapazt og hafa tapazt hér á landi. Fiskurinn í sjónum rann í eigu kvótagreifa, sem veðsettu hann útlendingum. Þannig er staðan nú, þrátt fyrir ákvæði í stjórnarskrá og lögum. Búið var til hugtakið nytjaréttur og bankar tóku það gott og gilt til veðsetningar. Þannig eru það verðandi eigendur gömlu bankanna í útlöndum, sem eiga þessi veð. Kvótagreifar geta ekki endurgreitt lánin, sem þeir tóku. Þeir biðja ríkið núna um að draga sig að landi. Nytjaréttur á vatni og jarðhita hefur verið framseldur í smáum stíl. Svo sem hjá Hitaveitu Suðurnesja og í Snæfellsbæ. Spor Össurar hræða.