Feginn að vera hættur bókaútgáfu. Gaf árlega út eigin hestabók í fjórtán ár, hætti 2003. Var einyrki, því að bækurnar voru sérhannaðar fyrir tiltölulega fámennan hóp áhugamanna um ræktun hesta. Kom aftast í tímabil gömlu búðanna, sem gaman var að skipta við. Sumar keyptu bækurnar, aðrir keyptu bara þau eintök, sem þeir seldu. Verðið var misjafnt eftir því. Svo komu keðjur til skjalanna, fyrst Penninn, síðan Oddi. Þá fór hagur minn að versna. Kröfur keðjanna voru harðar og einhliða, um þær var ekkert val. Hætti því að semja bækur og gefa þær út, í tæka tíð 2003. Vildi ekki núna vera birgir Pennans.