Sjálfstæðisflokkurinn hefur í rúm tvö ár verið pólitískur armur Björgólfs Guðmundssonar og Hannesar Smárasonar, alias Baugs. Flokkurinn var rekinn fyrir 30 milljónir króna frá FL Group Hannesar og 25 milljónir króna frá Landsbanka Björgólfs & Björgólfs. Hannes er eins konar fulltrúi Baugs í þessu máli sem fleirum. Enginn vildi kannast við kaleikinn, unz Geir H. Haarde tók hann að sér. Núverandi stjórn Flokksins segist miður sín og ætlar að skila fénu. Frá árslokum 2006 hefur Flokkurinn mikli samt verið rekinn á vegum útrásarvíkinga. Við erum loks farin að skilja vanhæfni flokksins.