Neyðarkall á fjölmiðlastyrki

Fjölmiðlun

Nýúkomið tímarit blaðamanna er neyðarákall á ríkisstyrki til hefðbundinna fjölmiðla. Vísað er til Noregs, þar sem næststærsta blað hvers svæðis (kratablaðið) fær mikla styrki. Meiri hrifning er þó á Frakklandi. Þar á að gefa ungmennum ársáskrift að dagblaði að eigin vali (íþrótta-dagblaðið L’Equipe). Þar hafa auglýsingar verið teknar úr ríkissjónvarpinu (hjálpar vinum Sarkozy forseta á einkastöðvunum). Ríkisstyrkir eru háir í Frakklandi og verða kannski auknir. Hér á landi í miðju hruninu er varla réttur tími til að biðja um ríkisstyrki. En neyðarkall stéttarfélagsins sker í eyru.