Persneskt salat á 250 krónur var fínt í gær, smásaxað úr rauðlauk, gúrku og tómati, vætt í olífuolíu og sítrónu. Varð hins vegar fyrir vonbrigðum með tandoori-kjúklinginn á 1430 krónur. Hann var ofurþurr og dauft kryddaður, borinn fram með klesstum hýðishrísgrjónum, sterkri mintujógúrt og salati, einkum klettasalati. Eldaður of lengi á spjóti í ofni með réttu hitastigi, en ekki í leirofni samkvæmt hefðinni. Saffran hefur verið opinn í Glæsibæ í þrjár vikur og fengið góð (sic) ummæli í blogginu. Fagur, hár til lofts, með smart ljósakrónur, tréborð og tréstóla. Broshýr þjónusta, svokölluð hálf.