Enginn þykist vita neitt

Punktar

Framámenn í Sjálfstæðisflokknum deila um, hverjir hafi stýrt og hverjir hafi vitað um tugmilljarða fjárstreymi til Flokksins. Tímasetningar benda til, að þar hafi miklir hagsmunir verið í húfi. Upphæðirnar eru slíkar, að útilokað er. að einungis tveir menn hafi vitað um þær. Geir H. Haarde lét gera sig að blóraböggli, en augljóst er, að gerendur og vitorðsmenn voru margfalt fleiri. Þetta er líklega mesta hneyksli íslenzkra stjórnmála frá upphafi lýðveldisins. Það tengist auðvitað tilraunum Flokksins til að einkavæða innviði samfélagsins. Væntanlega gegn digrum sjóðum frá hagsmunaaðilum.