Þjóðin vill ekki ræða það

Punktar

Ég mæli enn með aðild að Evrópusambandinu. Held hún verði okkur til góðs og losi okkur úr spennitreyju kvótagreifanna. Held við fáum fullt af fínum reglugerðum. Held, að gamalgróin skriffinnska frá Frakklandi henti okkur betur en aumkunarverð stjórnsýsla íslenzkra ráðuneyta. Ég vona líka, að sem mest af völdum flytjist til Bruxelles. Hins vegar viðurkenni ég staðreyndir. Framsókn og Sjálfstæðið voru í vetur á leið til góðrar Evrópustefnu. En bökkuðu snöggt inn í þjóðrembu landsfunda og læstu að sér. Því hefur Samfylkingin engan til að dansa við. Þjóðin vill ekki einu sinni ræða aðild.