Hringurinn þrengist um Guðlaug Þór Þórðarson og Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson í REI málinu. Komnar eru fram upplýsingar um óeðlilegar gjafir Landsbankans og FL-Group til flokksins um svipað leyti og reynt var að einkavæða hluta af Orkuveitu Reykjavíkur. Kröfur eru um, að þessir tveir pólitíkusar Flokksins birti tölur um stuðning við framboð sín í prófkjöri. Ekki má þá gleyma Birni I. Hrafnssyni frá Framsókn. Þeim tókst nærri að stela mannauði Orkuveitunnar til að afhenda Hannesi Smárasyni og félögum. Þetta gætu hafa verið einfaldar mútur. Það er kjörið verkefni fyrir sérstakan saksóknara í bankaspillingu.