Bjarni Benediktsson segist vera orðinn leiður á að tala um ofurstyrki. Vill heldur tala um kosningaloforð sín. Ég held hann lesi kjósendur ekki rétt, ef hann les þá yfirleitt nokkuð. Kjósendur eru í fyrsta lagi ósáttir við stöðu ofurstyrkjamálsins. Þeir sætta sig ekki við, að Bjarni segi þeim fréttir af því eftir kosningar. Og ég held, að kjósendur séu ekkert spenntir að hlusta á kosningaloforð. Sennilega allra flokka, en sízt þó loforð Flokksins. Könnun, sem sýnir fylgi hans á niðurleið, bendir ekki til, að þjáningar Bjarna njóti skilnings. Ofurstyrkirnir hanga honum enn um öxl, blýþungir.