Fylgið, sem enn tínist af Flokknum þessa daga, fer ekki á gamalkunna flokka, heldur á Borgarahreyfinguna. Þeir, sem eru sárhneykslaðir á ofurstyrkjunum, geta ekki hugsað sér að kjósa gamla keppinauta. Þeir kjósa fremur nýjan flokk, Borgarahreyfinguna, og líta á það sem mótmælaaðgerð. Þess vegna er hún að lyftast upp í þingmannafylgi. Það er á kostnað Flokksins, því veldur aulaháttur og ákvarðanafælni formanns hans. Nokkuð fyndinn og sanngjarn endir á stuttum kosningaslag. Gaman verður, þegar Flokkurinn fer að reyna að díla við Borgarahreyfinguna í stjórnarandstöðu á Alþingi eftir kosningar.