Þótt frjálshyggja deyi, heldur stefna markaðsbúskapar áfram. Framvegis verður samt meiri áherzla lögð á félagsþátt en samkeppnisþátt hagkerfisins. Ísland er eftir hrunið að fjarlægjast brezk-bandarískan markaðsbúskap og færast nær sænsk-þýzkum markaðsbúskap. Velferð verður sett á oddinn eftir mörg ár frjálshyggju. Einkaframtakið verður hneppt í fleiri og dýpri lög og reglur, svo að það kollsteypist ekki enn einu sinni. Áherzla færist frá villandi hagtölum á borð við orðið hagvöxtur. Færist til brýnni forsendna, svo sem trausts og öryggis. Allt er þetta samt innan ramma markaðsbúskapar.