Sjálfstæðisflokkurinn gengur erinda kvótagreifa. Hann vill ekki, að þjóðin eignist auðlindir hafsins. Flokkurinn heldur uppi mánaðarlöngu málþófi til að hindra þjóðareign. Svo illa var á sínum tíma gengið frá henni, að hún glataðist. Kvótagreifar fundu upp hugtakið nýtingarrétt. Gátu á endanum veðsett gömlu bönkunum kvótann. Hann lendir þar örugglega í höndum erlendra aðíla, nýrra eigenda gömlu bankanna. Stjórnvöld geta að vísu vefengt, að það hafi neitt lagagildi, hvað bankar taka gilt sem veð. Á þeim grunni getur kvótinn hafnað hjá ríkinu, þar sem hann á heima. Orðinn aftur þjóðareign.