Er enn einu sinni að lesa Þúsund og eina nótt, safn ævintýra frá blómaskeiði Íslams í Persíu. Líkjast kristnum riddarasögum frá sama tíma. Ást og fegurð eru kjarninn, fólk veslast upp af hamslausri ást. Eða berst við óbærilega anda, skrímsli og töframenn til að ná ástum hinnar útvöldu. Munurinn er, að evrópsku sögurnar fjölluðu um riddara, en persnesku sögurnar um kaupmenn. Íslam þess tíma fyrir þúsund árum var mildari trú en íslam er núna. Persía var frjálslynt land á dögum kalífanna, ólíkt trúarharðneskju nútímans. Geta múslimar ekki líkt eftir forfeðrum sínum og gerzt húsum hæfir í nútímanum?