Risin er deila milli Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar um túlkun kosningaúrslitanna. Auðvitað er það Evrópusambandið, sem skilur þau að. Steingrímur túlkar stóraukið fylgi við Vinstri græn ranglega sem ósigur aðildar. Hann lítur framhjá heildarútkomu allra flokka. Jóhanna túlkar stöðu Samfylkingarinnar eftir kosningar ranglega sem sigur aðildar. Hún lítur fram hjá, að áður hefur Samfylkingin fengið betri útkomu. Steingrímur og Jóhanna stunda hefðbundið og hættulegt þjark pólitíkusa. Kosningaúrslitin má túlka út og suður. Einkum eru þau þó hvorki vegvísir til Evrópu né frá Evrópu.