Óbeit á fjölmiðlum

Fjölmiðlun

Fjölmælisdómar í málum Geira Goldfingers og Bubba Morthens sýna eindregna óbeit íslenzkra dómstóla á fjölmiðlum, einnig Hæstaréttar. Hún eru svipaðs eðlis og gjafsókn ofursmyglara fíkniefna, Rúnars Þórs Róbertssonar. Allt ber þetta að sama brunni. Heiðarleg blaðamennska vestræn er álitin verri glæpur en nauðgun. T.d. þýðir ekki að segja dómurum frá hefðbundnum skilgreiningum orðabóka. Þeir fara bara eftir þeim skilgreiningum, sem sækjendur velja sér. Telji einhver sig móðgaðan, þá gildir það. Ábyrgð samkvæmt prentrétti hefur líka verið snúið á haus. Dómvenju tuttugustu aldar hefur verið umturnað.