Gylfi Magnússon ráðherra segir þetta: Greiðslubyrði hefur verið linuð. Fólk með verðtryggð lán getur fengið lækkun á greiðslum og fengið greiðslurnar tengdar launa- og atvinnuvísitölu. Fólk með gjaldeyrislán getur fengið sömu greiðslubyrði og árið 2008 fyrir hrun. Atvinnulausir geta fengið tímabundna frestun á greiðslum. Loks geta hinir verst settu fengið greiðsluaðlögun og fjárhaldsmann. Gylfi segir eitthvað af þessu nægja flestum. Bloggarar hafa tekið þessari predikun hans illa. Er kannski í myndinni, að fjöldi manna átti sig ekki enn á möguleikum sínum? Þeir ráfi að ástæðulausu í myrkrinu?