Rifnir kjúklingar

Veitingar

Botnverð veitingabransans hefur lyfzt um 20%. Verð rétta á Santa Maria við Laugaveg hefur hækkað úr 990 krónum í 1190 krónur á línuna. Þetta hefur verið og er enn ódýrasta alvöruveitingahús landsins. Og þetta er eina hækkun þess frá upphafi, skiljanleg í stöðunni. Verri er breytingin á kjúklingunum innan í pönnukökunum. Í stað kjúklingabita er rifið eða tætt kjúklingakjöt. Tætturnar eru þurrari en bitarnir og minna lystugar. Endurspeglar kreppuna og dregur úr innlendum viðskiptum. Á Santa Maria í gærkvöldi voru eingöngu tilfallandi erlendir ferðamenn á næstu borðum. Landinn borðar kannski dýrar.