“Á hún að gjalda fyrir að vera dóttir mín?” Þannig spyr Gunnar Birgisson bæjarstjóri. Spilling hans er eins barnsleg og eðlileg og Framsóknarmanns. Hann sér í raun ekkert athugavert við framferði sitt: Fimmtíu milljón króna greiðslur fyrir hálfunnin og óunnin verk hjá Kópavogi. Auk greiðslna frá Lánasjóði námsmanna, þar sem Gunnar er formaður. Hann hefur ráðið Kópavogi frá ómunatíð, fyrst með Sigurð Geirdal sem lepp. “Sviðsstjórarnir sáu um þetta,” segir hann. Minnir á Jónínu Bjartmarz með tengdadótturina. Jónína kenndi spilltum Bjarna Benediktssyni nefndarformanni um ríkisborgararéttinn.