Gerendur og þolendur

Punktar

Engeyjarjarlinn Einar Sveinsson í Icelandair segist vera þolandi, ekki gerandi í hruninu. Lét samt fyrirtæki, sem hann stýrði, lána sér hundruð milljóna til að kaupa hluti í græðgisbólunni. Hann var í sömu bólu og aðrir víkingar. Einar er gerandi í hruninu, ekki þolandi. Hann þarf enga samúð, þótt sumt af gróðanum af græðginni hafi farið út um þúfur. Þjóðnýtingu á tapi Icelandair kallar hann ríkissósíalisma, en ég kalla hana kapítalisma andskotans.