Burt með Jón Bjarnason

Punktar

Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra er ekki vinstri grænn nýja tímans. Hann er bara fyrirgreiðslupólitíkus af gamla skólanum. Hann er landshlutamaður í samkeppni við aðra landshlutamenn, einkum Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra. Sem slíkur sagði hann á Alþingi í gær fyrningu kvótans ekki vera heilaga. Það er rangt. Hún er réttlætismál, sem báðir flokkar stjórnarinnar eru sammála um. Ef Jón Bjarnason ætlar prívat að hafa þetta öðruvísi sem ráðherra, ber að reka hann úr embætti og flokknum. Hann getur þá gengið í Sjálfstæðisflokk kvótagreifanna, þar sem hann á heima.