Til stendur að leyfa Orf-Líftækni ræktun í sumar á erfðabreyttu byggi á víðavangi í Gunnarsholti. Áður var slík ræktun leyfð innanhúss. Framvegis mega veður og vindar feykja þessu byggi í hefðbundna kornakra. Slíkt hefur valdið feiknarlegum kostnaði í Evrópu, þar sem heilir landshlutar og jafnvel heilu ríkin hafa lagt bann við ræktun erfðabreytts korns. Ísland er eina landið í Evrópu, sem ekki krefst sérstakrar merkingar á erfðabreyttum mat. Innan skamms verða íslenzkar landbúnaðarvörur því settar á svartan lista hjá Evrópusambandinu. Að venju er hér vaðið fram af fullkomnu fyrirhyggjuleysi.