Varir á Seltjarnarnesi eru átján samkvæmt örnefnakorti. Sumar eru varir frá náttúrunnar hendi, öðrum hefur mannshöndin hjálpað. Þetta eru ein merkustu samgöngutækni og atvinnutæki fortíðarinnar. Samt er þeim enginn gaumur gefinn og margar hafa verið eyðilagðar. Þetta er sama sagan og með merkasta samgöngutæki fortíðarinnar, reiðgöturnar. Þeim er enginn gaumur gefinn og margar hafa verið eyðilagðar. Sama er að segja um vörðurnar, áhugafólk hefur þó sums staðar reynt að halda þeim við, til dæmis á Sprengisandsvegi. Fornleifafræðingar eru uppteknir af húsarústum, en hunza samgöngurústir.