Í samræmi við lög og úrslit

Punktar

Fyrning kvóta er í samræmi við lög, sem segja þjóðina eiga kvótann. Greifar hafa hins vegar krækt í kvótann, sett hann í bókhald sitt og veðsett hann. Fyrningin endurheimtir það, sem þjóðinni ber samkvæmt lögum. Kvótagreifar hafa undanfarnar vikur gengið berserksgang gegn þessum ráðagerðum. Hafa boðað til andófsfunda í sveitarstjórnum, þar sem þeir sitja til borðs með kjörnum fulltrúum. Til dæmis í Vestmannaeyjum. En fyrning kvótans var loforð stjórnarflokkanna í kosningabaráttunni. Þeir sigruðu í kosningunum, mesta ranglæti sögunnar var hafnað. Fyrningin er í samræmi við kosningaúrslitin.