Fávitahæli Seðlabankans

Punktar

Seðlabankinn á stærstan hlut í vandræðum skattgreiðenda. Í fyrra lánaði hann bönkunum hundruð milljarða króna án þess að taka gild veð. Hann tapaði öllu sínu lánsfé, öfugt við aðra seðlabanka heimsins. Davíð Oddsson ber auðvitað mesta ábyrgð á þessu einstæða rugli. En aðalhagfræðingur bankans ber líka ábyrgð. Og skrítið er, að sá, sem var aðalhagfræðingur í fyrra, skuli nú vera orðinn aðstoðarbankastjóri Seðlabankans. Og að fyrirrennari hans skuli nú talinn líklegur til að verða næsti seðlabankastjóri. Ófært er, að kerfið skuli hafa komið sér upp og ætla áfram að reka fávitahæli í Seðlabankanum.