Davíð á að sitja inni

Punktar

Ef einhver einn maður á skilið að sitja í fangelsi eftir hrun þjóðarhags, þá er það Davíð Oddsson. Vitandi um yfirvofandi gjaldþrot bankanna lánaði hann þeim 350 milljarða án þess að taka gild veð. Hann tók bara veð í sjálfum skuldabréfunum, sem urðu verðlaus, þegar bankarnir féllu, meðal annars að frumkvæði hans. Auðvitað átti hann að taka veð í útlánasöfnum bankanna með háum vöxtum. Eins og aðrir seðlabankar heimsins gerðu, þegar bankar komust í hremmingar. Þessi mistök eða réttara sagt fávitaskapur Davíðs er langdýrasti þáttur hrunsins. Nemur hundruðum milljarða króna, sem skattgreiðendur borga.