Okkur vantar gula pressu

Fjölmiðlun

Var í panil hjá blaðamannafélaginu í fyrrakvöld, sem ekki er í frásögur færandi. Lýsti utanaðkomandi erfiðleikum, sem hefðu síðastliðinn áratug raskað fjárhag hefðbundinna fjölmiðla. Ég sagði fundinum samt ekki frá, að einn vandi fjölmiðlunar og samfélags er, að hér er alltof lítið um gula pressu. Allur þorri fólks nærist eingöngu á fjölmiðlum, sem samdir eru af vel siðuðum hundum. Menn hefðu betra af að lesa texta eftir illa siðaða villiketti. Ég lét kyrrt liggja, fannst selskapið ekki næmt fyrir rökum af þessu tagi. Öll önnur Norðurlönd hafa aðgang að útbreiddri pressu gulri.