Ómálefnalegur erfðaprófessor

Punktar

Ómálefnalegur erfðaprófessor, Ólafur S. Andrésson, þykist hafa meira vit en aðrir á umræðunni um ræktun á erfðabreyttu byggi. Hann hefur samt ekki meira vit en ég eða aðrir á pólitískum ákvörðunum um takmarkanir á útiræktun þess. Það er staðreynd, að heilir landshlutar í Evrópu hafa alveg bannað ræktun á erfðabreyttu korni, sennilega hálf Vestur-Evrópa að flatarmáli. Þetta er ein helzta röksemdin gegn erfðabreyttu korni og Ólafur hefur ekkert sérstakt vit á henni. Hroki hans sker í augu, er hann sakar aðra um málefnaskort. Að baki bannsins í Evrópu eru ótal erfðaprófessorar, sem eru marktækari en hann.