Snillingar eru í dómnefnd um hæfi seðlabankastjóra. Þeir telja þá hæfasta, sem aðrir mundu telja vanhæfa vegna aðildar að stjórn banka, einkum sjálfs Seðlabankans. Nefndin telur þá hæfasta, sem störfuðu undir væng Davíðs Oddssonar og endurómuðu rugl hans. Allir hafa þeir óhreinkast af nálægð við topp vanhæfninnar. Geta til dæmis núverandi og fyrrverandi aðalhagfræðingar Seðlabankans talizt hæfir? Dómnefndin telur völd eða fyrri völd í bönkum, einkum Seðlabankanum, vera ávísun á hæfni. Dómnefndin skilur alls ekki, að stjórnendur í bönkum, einkum Seðlabankanum, bera mesta ábyrgð á hruninu.