Dalai Lama merkastur í heimi

Punktar

Dalai Lama er einn af fáum ræðumönnum heimsins, sem vert er að hlusta á. Ég hitti hann í Nýju Dehli fyrir átta árum á heimsþingi ritstjóra. Sannfærðist um, að hann væri merkasti maður heimsins um þessar mundir. Verndari fornrar menningar, sem skírskotar til nútímans. Ráðherrar Íslands verða sjálfum sér og okkur öllum hinum til ævarandi skammar með því að hitta hann ekki. Séu það ekki samantekin ráð, er það enn verra. Þá hefur sérhver ráðherra út af fyrir sig tekið ranga, heimskulega og siðlausa ákvörðun. Svei ykkur öllum. Um forseta vorn þýðir ekki að tala, hann hittir bara útrásar- og glæpakónga.