Þjóðin þarf opinberar yfirheyrslur þingnefndar. Eins og í Bandaríkjunum. Hún þarf ekki leynilegar yfirheyrslur Páls Hreinssonar í sannleiksnefnd Alþingis. Hún þarf sjálf að heyra spurningarnar og svörin. Hún þarf að fá að sjá framan í dólgana, þegar þeir útskýra mál sitt. Horfa á pólitíkusana, eftirlitsmennina, bankastjórana, víkingana. Þetta mundi létta þrýstingi af ríkisstjórn og réttarkerfi. Mundi tappa af gífurlegum þrýstingi reiðinnar hjá almenningi. Róa stemmninguna. Alþingi má beita sjónvarps-yfirheyrslum að bandarískum hætti. Viðskiptanefnd Alþingis gæti til dæmis staðið fyrir þeim.