Lítil kjörsókn í Evrópu

Punktar

Evrópubúar hafa engan áhuga á Evrópu, taka ekki þátt í kosningum til þings. Síðast var kjörsóknin 50% og verður núna 40%. Stafar af, að fólk telur Evrópuþingið ekki þjóna neinum tilgangi. Enda er það næstum valdalaust. Ráðherraráð, embættismenn, kommissarar ráða öllu í Evrópusambandinu. Leiðtogar Evrópu, Angela Merkel og Nicolas Sarkozy, skrifa greinar í dagblöð og hvetja fólk að kjósa. En allt kemur fyrir ekki. Nærtækara væri fyrir leiðtoga Evrópu að stýra Evrópusambandinu í þágu kjósenda. Hrifsa þarf völd af ráðherrum, embættismönnum, kommissörum og færa þau í hendur þingsins.