Smákóngar og -drottningar

Punktar

Nokkrir starfsmenn ríkisins komast upp með að vinna gegn stefnu þjóðarinnar í gegnsæi og launum. Fremst fer framkvæmdastýra Landspítala, sem í sjónvarpi lýsti beinlínis frati á hvort tveggja, opinbera launastefnu og opinbera stefnu gegnsæis. Næst á eftir henni koma skilanefndir gömlu bankanna. Þær starfa í leyni undir kjörorði gerræðis. Skammt á eftir koma bankastjórar nýju bankanna. Þær ráða lykilmenn án umsókna og ofan við launarammann. Ríkisstjórnin þykist enn reka stefnu gegnsæis og launajafnvægis. En hefur bilað með því að taka ekki í lurginn á þessum smákóngum og -drottningum.