Jón Kaldal er einn orðinn ritstjóri Fréttablaðsins. Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra er hættur. Jón er fagmaður, hefur komizt þetta eftir brautum blaðamennskunnar einvörðungu. Það á að vera eina leiðin í faginu. Silkihúfur úr pólitíkinni hafa aldrei gefizt vel. Enda skil ég ekki, hvað sé unnið við að flagga þröngum flokkspólitíkusum framan í lesendur. Ritstjórn er margslungið fag, þar sem saman koma margir þættir í blaðamennsku. Ofan á það verður aldrei breidd nein slæða úr silkihúfum. Ég óska Jóni Kaldal til hamingju með að vera verðskuldað orðinn einn á toppnum.