Ríkisstjórnin gegn Joly

Punktar

Ríkisstjórnin hefur tekið illa í tillögur Evu Joly. Undarleg er tregða Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra. Vitað var um vanhæfni Valtýs Sigurðssonar frá byrjun hruns. Að lokum hunzaði hún Joly, sem vill, að Valtýr hætti og nýr ríkissaksóknari taki við, ekki bara sérstakur ríkissaksóknari í bankahruni. Einnig er undarleg tregða Steingríms J. Sigfússonar. Segir, að skoðað verði, hvort veita eigi meira fé til rannsókna. Ekki að það hafi verið skoðað og verði gert. Enginn minnist á kröfu hennar um þrjá sérstaka hrun-saksóknara. Eftir þessa skrítnu tregðu er ólíklegt, að Eva Joly vilji starfa áfram.