Embættismenn og lögmenn stjórna ríkinu. Þeir gera það enn, þótt komin sé ný ríkisstjórn í kjölfar krafna um nýtt Ísland. Siðalögmál valdahópsins eru önnur en almennings. Lesið Valtý Sigurðsson og Brynjar Níelsson til að sjá gömlu sjónarmiðin. Þessir menn telja sig eiga ríkið, reyna að losna við Joly og Sigríði. Ríkisstjórnin er meira eða minna á bandi valdahópsins. Fellst á, að almenningur fái sem minnst að vita um mál. Að alþingismenn fái ekki einu sinni að lesa IceSave samkomulag, sem þeim er sagt að samþykkja. Hér þarf að reka tugi embættismanna og kasta tugum lögmanna úr nefndum og ráðum.