Lögfræðileg snilld

Punktar

Í bloggheimum birtist mynd af þinglýstu plaggi, þar sem Sigurjón P. Árnason bankastjóri lánar sjálfum sér fjörutíu milljónir á 3,5% vöxtum. Athugið 3,5% vexti, ekki prentvilla. Lögmaður Sigurjóns sá um málið og segist hafa sent rangt plagg í þinglýsingu. Nýjasta trikkið, samanber Valtý ríkissaksóknara Sigurðsson, sem týndi kæru á Kaupþing í pósti. Lögmaður Sigurðar er Sigurður G. Guðjónsson. Segir lánið vera úttekt úr séreignasjóði Sigurjóns í formi láns. Bloggarar segja, að með trikki Sigurðar spari Sigurjón sér að greiða 15 milljónir í tekjuskatt. Svo hefur Sigurður áhyggjur af lögfræði Evu Joly.