Vefmiðlarnir birtu í nótt orðrétta fréttatilkynningu frá Landsbankanum um kúlulán séreignasjóðs til Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra. Þar segir, að málið hafi komið upp við reglulega úttekt innri endurskoðunar. Hið rétta er, að málið kom upp í blogginu. En bankinn vill láta líta út sem einhver virk endurskoðun sé í bankanum. Þykist því ekki fylgjast með fréttum og skoðunum á opinberum vettvangi. Virkar dálítið eymdarlega. Fjölmiðlarnir hefðu ekki átt að láta sér tilkynninguna nægja. Hefðu átt að spyrja bankann um tímasetningar og fleira. En fjölmiðlar eru bara kranar valdastofnana.