Silfurskeið og hagsmunir

Punktar

Árni Johnsen og Bjarni Benediktsson eru þingmenn, sem hafa sitthvað að fela. Þeir hafa hvorki gert grein fyrir fjárhagslegum hagsmunum sínum né útskýrt hvers vegna. Frestur Alþingis vegna skráningar hagsmuna er runninn út. Árni og Bjarni fóru ekki eftir reglunum. Pukur Árna kemur ekki á óvart, en Bjarni er formaður Sjálfstæðisflokksins. Einkum er hann þó gæzlumaður og arftaki hagsmuna Engeyjarættarinnr. Skrítið er fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hafa formann í þessari stöðu. Fæddan með silfurskeið í munni og ófæran um að gera þjóðinni grein fyrir hagsmunum sínum. Hann er ekki trúverðugur pólitíkus.