Steingrímur J. Sigfússon segir engan hafa getað sýnt fram á, að IceSave samningurinn sé hættulegur. Heyrir og sér ekki það, sem ég sé. Í fréttum og bloggi tæta valinkunnir lögmenn samninginn sundur og saman. Þegar ég segi “valinkunnir”, á ég ekki við stjörnulögmenn útrásarinnar. Ég á við venjulega lögmenn, sem velta málum fyrir sér. Rétt lýsing á umræðu samfélagsins um IceSave mundi segja, að gildum efasemdum hafi verið sáð um samninginn. En Steingrímur heyrir hvorki né sér neitt óþægilegt. Hann er firrtasti maður landsins um þessar mundir, lokaður inni í fílabeinsturni valdafíknarinnar.