Skattlagning iðgjalda lífeyrissjóða í stað útgreidds lífeyris mundi rýra hag lífeyrisþega. Núna er skattlagningu frestað um ár og áratugi. Á meðan vinna allir peningarnir fyrir vöxtum, sem efla lífeyrinn. Eignarhluti ríkisins vinnur líka fyrir lífeyrisþegann. Þetta virkar beint í séreignasjóðum og óbeint í sameignarsjóðum. Ef skatturinn er færður fremst á ferlið, vinna skattpeningarnir ekki fyrir lífeyrisþegann. Endalaust má deila um, hvor aðferðin sé sanngjarnari. En hinu má ekki að leyna, að útkoman hefur rosaleg áhrif á hagsmuni lífeyrisþega. Stórgróði ríkisins er stórtap lífeyrisþega.