IceSave samkomulagið hækkar ríkisábyrgðir um mörg hundruð milljarða. Lækkar matið á lánshæfni og ábyrgðarhæfni ríkissjóðs. Hætta er á, að matið á hæfni ríkissjóðs fari niður í rusl (junk). Jafngildir, að hann fær ekki önnur lán en þau, sem erlendir seðlabankar og ríkisstjórnir veita í kjölfar IceSave. Skuldbindingar ríkisins hrynja því í verði, svo sem inneignir lífeyrissjóða í ríkispappírum. Aðild ríkisins að fjármögnun lykilframkvæmda verður minna virði. Ríkið getur ekki ábyrgzt lántökur Landsvirkjunar og Orkuveitunnar. Dóminó-áhrifin verða svo eins og þegar Kanada tók yfir Nýfundnaland.